Spennandi haust í Púlsinum!
Það verður margt nýtt á dagskrá Púlsins í haust. Starfsemin hefst á rólegu nótunum mánudaginn 23.ágúst með jóganámskeiðum. Þau verða mjög fjölbreytileg og við allra hæfi. Jógatímarnir hafa verið mjög vinsælir í Púlsinum enda frábær aðstaða, sérstaklega útbúin til jógaiðkunar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 848 5366. Þú getur einnig kíkt á heimasíðu Púlsins www.pulsinn.is en þar gefur að líta öll þau námskeið sem boðið verður upp á. Skráning fer einnig fram á heimasíðunni.