Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spennan magnast fyrir Ljósalagskeppnina
Föstudagur 20. ágúst 2004 kl. 16:12

Spennan magnast fyrir Ljósalagskeppnina

Keppnin um Ljósalagið 2004 fer fram í Stapa í kvöld og standa æfingar nú sem hæst.

Ljósmyndari Víkurfrétta leit við þar sem söngfuglarnir og hljómsveitin voru að stilla saman strengi sína fyrir stóra kvöldið.

Diskurinn með lögunum er kominn út, en þau hafa verið flutt í þættinum Íslandi í bítið í vikunni. Almenningur hefur getað tekið meiri þátt í keppninni að þessu sinni þar sem atkvæðagreiðsla hefur farið fram á vefnum tonlist.is. Þar verður einnig hægt að sjá keppnina í beinni útsendingu.

Húsið opnar kl. 19.15 og er hægt að panta miða í síma 421 7220 og 421 2526.
VF-mynd/Atli Már Gylfason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024