Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sparkvöllur tekinn í notkun í Grindavík
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 16:16

Sparkvöllur tekinn í notkun í Grindavík

Nýverið var sparkvöllur formlega tekinn í notkun í Grindavík. Völlurinn er á lóð grunnskólans á staðnum og kemur þar að góðum notum. Er völlurinn góð búbót við glæsileg íþróttamannvirki í Grindavík.

Viðstaddir voru íbúar á öllum aldri og áhugamenn um knattspyrnu í Grindavík, m.a. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri, Þórunn Erlingsdóttir íþróttakennari og Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur - auk fulltrúa KSÍ.

Sparkvallaátak KSÍ er enn í fullum gangi og um það bil 64 vellir verið teknir í notkun um allt land fram til þessa. Stefnt er að 47 sparkvöllum til viðbótar á þessu ári og árinu 2007.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024