Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sparibúnir Heiðarskólanemendur
Föstudagur 14. nóvember 2008 kl. 16:10

Sparibúnir Heiðarskólanemendur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarna föstudaga mætt spariklæddir í skólann. Það voru tveir kennarar þeirra, þeir Brynjar Harðarson og Haraldur Einarsson sem kveiktu í krökkunum með því að mæta fínir í kennsluna, í skyrtu og með bindi.
„Við ákváðum að fylgja eftir fordæmi okkar ágætu kennara og mæta líka fín í skólann. Kennararnir vildu vera virðulegri svona, höfðu séð þetta á námskeiði erlendis og okkur fannst tilvalið að gera það líka,“ sögðu nemendurnir við VF.
Skólastjórin, Gunnar Jónsson var að sjálfsögðu líka með hálstau og síðan hefur þetta uppátæki smitað út frá sér því 5. bekkur í Heiðarskóla var líka prúðbúinn þegar fréttamenn VF mættu til að smella af myndum og spjalla við nemendur og kennara.
Í næstu viku verður meira fjör í Heiðarskóla en þá verða hinir árlegu þemadagar.

Flottir krakkar í flottum fötum á föstudegi. Að ofan má sjá Gunnar skólastjóra með fínt hálstau.

Strákarnir í skyrtum og með bindi. Engir háskólabolir hérna!

Stelpurnar eru líka uppá klæddar, í kjólum eða pilsum og svo bæta sumir við höfuðfötum.

Og hér sjáum við yngri nemendur í matsal, prúðbúna. Sumir sögðust kunna að gera bindishnútinn sjálfir.

Sætar saman í svaka fínum fötum.