Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

South River Band spilar í Duushúsum
Miðvikudagur 18. apríl 2007 kl. 13:56

South River Band spilar í Duushúsum

Þjóðlagahljómsveitin South River Band heldur tónleika í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 15.

Tónlist sveitarinnar, sem er keflvísk að einum sjötta og hefur gefið út þrjár breiðskífur, er fjölbreytt og hressileg þjóðlagatónlist sem sækir innblástur víða um heim, m.a. til Írlands og Úkraínu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í tónsmíðum þeirra félaga og eru hvattir til að mæta.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024