Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 7. október 2003 kl. 08:39

South River Band á Paddy’s í Keflavík

South River Band (Syðri-Ár sveitin) frá Kleifum í Ólafsfirði er í góðu formi þessa daganna og verður með tónleika og söngkvöld á þremur stöðum í þessari viku, auk þess að koma fram í morgunsjónvarpi allra landsmanna á Stöð2 miðvikudaginn 8. október.
Tónlistin er blanda af þeirra eigin efni og lögum frá ýmsum heimshornum, ýmist tregafull eða geislandi af fjöri. Sveitin leggur mikið upp úr því að gestir séu virkir þátttakendur í tónlistarflutningi með söng. Í flestum tilfellum varpar sveitin upp öllum textum á stórt tjald, svo allir geti fylgst með og tekið undir.
South River Band er skipað þannig:
Helgi Þór Ingason verkfræðingur á harmoniku, Jón Árnason bóndi á harmoniku, Matthías Stefánsson tónlistarmaður á fiðlu, Grétar Ingi Grétarsson lögfræðingur á kontrabassa, Kormákur Bragason kvikmyndafræðingur á gítar, Ólafur Sigurðsson rafeindavirki á mandólín, Gunnar Reynir Þorsteinsson sölumaður á slagverk og Ólafur Þórðarson sendil á gítar. Allir syngja þeir svo meira og minna.
Tónleikar sveitarinnar verða á Nellý´s í Bankastræti miðvikudaginn 8. október kl. 22:00, á veitingastaðnum Paddý´s í Keflavík fimmtudagskvöldið 9. október kl. 22:00 og í félagsheimilinu þjórsárveri föstudaginn 10. október kl. 21:00, en þar eru þeirra þátttakendur í Tónahátíð Þjórsárvera, sem fram fer um helgina. Nánar má sjá: http://www.southriverband.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024