South River Band Spilar á Paddý´s á fimmtudaginn
South River Band spilar á Paddý´s Hafnargötu 38 Keflavík fimmtudaginn 26. febrúar kl. 22:00. Það hefur ekki farið mikið fyrir grasrótarsveitinni frá Kleifum í Ólafsfirði, sem kallar sig SOUTH RIVER BAND, en sveitin hefur þó komið saman til æfinga og sköpunar 114 sinnum frá 1. feb. 2001 og komið fram opinberlega í 74 skipti. Sveit þessi hefur hljóðritað einn disk með 14 lögum úr ýmsum áttum. Nú vinnur sveitin að gerð annars hljómdisks. Tónlist sveitarinnar einkennist af sérkennilegri blöndu þar sem ægir saman tónlistaráhrifum úr suður-amerískri tónlist, bandarískri bluegrasstónlist, keltneskum töktum og austantjalds vodkastemningu í bland við íslenskar hefðir. Fjöldi laga og texta á dagskrá sveitarinnar eru eftir meðlimi hennar.
SRB leikur sína tónlist án rafmögnunar og hentar veitingastaðurinn Paddý´s einkar vel, þar sem nálægð áheyrandans er mikil. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt þar sem sjö menn skipa sveitina en þeir eru: Grétar Ingi Grétarsson á kontrabassa, Gunnar Reynir Þorsteinsson á slagverk, Helgi Þór Ingason á harmonikku, Kormákur Bragason á gítar, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Ólafur Sigurðsson (kennari í Keflavík) á mandólín og Ólafur Þórðarson á gítar. Allir syngja þeir með.
SRB leikur sína tónlist án rafmögnunar og hentar veitingastaðurinn Paddý´s einkar vel, þar sem nálægð áheyrandans er mikil. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt þar sem sjö menn skipa sveitina en þeir eru: Grétar Ingi Grétarsson á kontrabassa, Gunnar Reynir Þorsteinsson á slagverk, Helgi Þór Ingason á harmonikku, Kormákur Bragason á gítar, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Ólafur Sigurðsson (kennari í Keflavík) á mandólín og Ólafur Þórðarson á gítar. Allir syngja þeir með.