Sóttvarðir jólasveinar í Aðventugarðinum - myndir
Jólasveinarnir gættu vel að sóttvörnum á aðventunni og báru grímur eins og reglur segja til um. Þessir sveinar voru í aðventugarðinum í Reykjanesbæ þar sem þeir skemmtu fólki á öllum aldri á Þorláksmessu.
Aðventugarðurinn sló í gegn á aðventunni og ljóst að verkefnið hitti algerlega í mark. Meðfylgjandi eru einnig myndir sem voru teknar við opnun garðsins á laugardegi fyrir fyrsta í aðventu.