Sossa í Gallerí Fold
Umbreyting, málverkasýning Sossu í Gallerí Fold opnaði í gær, fimmtudag.
Sossa, Margrét Soffía Björnsdóttir, sýnir nýleg verk sem unnin eru hér heima og í Danmörku. Í þeim sést að Sossa er sjálfri sér lík en fetar þó nýjar leiðir þar sem ólga og umbreytingar eru áberandi. Sýningin markar ákveðin tímamót, en Sossa fagnaði sjötugsafmæli fyrr á þessu ári en á sama tíma hefur hún með handbragði sínu og litameðferð leyst úr læðingi nýja krafta.
Sossa hefur unnið að list sinni beggja vegna Atlantshafsins auk þess að starfa hér á landi. Hún nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands en fór í framhaldsnám til Danmerkur og seinna til Bandaríkjanna.
Sossa sýnir reglulega á vinnustofu sinni í Keflavík en síðast sýndi hún ný málverk í Gallerí Fold árið 2021 og í Danmörku árið eftir. Á þeim sýningum mátti greinilega sjá þá leit og þreifingar sem nú hafa leitt til þeirra umbreytinga sem birtast á nýju sýningunni.
Sossa sýnir reglulega á vinnustofu sinni í Keflavík en síðast sýndi hún ný málverk í Gallerí Fold árið 2021 og í Danmörku árið eftir. Á þeim sýningum mátti greinilega sjá þá leit og þreifingar sem nú hafa leitt til þeirra umbreytinga sem birtast á nýju sýningunni.