Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

SOS-námskeiðin hefjast á ný í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 2. október 2008 kl. 15:05

SOS-námskeiðin hefjast á ný í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Uppeldisnámskeiðin SOS - hjálp fyrir foreldra hefjast á ný 7. október n.k. en þau eru ætluð foreldrum barna 2 - 12 ára og eru þeim að kostanaðarlausu.

Námskeiðin hafa verið kennd í Reykjanesbæ frá árinu 2000 með jákvæðum árangri og hafa yfir 1200 foreldrar og starfsfólk leik- og grunnskóla sótt námskeiðið í Reykjanesbæ.


Námskeiðinu er ætlað að kenna foreldrum að hjálpa börnum sínum að bæta hegðun sína og tilfinningalega og félagslega aðlögun. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hvers vegna börn eru þæg eða óþæg, hvernig skýr skilaboð efla foreldrahlutverkið og farið er yfir helstu aðferðir til að stöðva slæma hegðun og auka góða hegðun.

Um er að ræða tvö námskeið og hefst annað þeirra hefst kl 17:30 og stendur til kl 20:00. Hitt hefst kl 20:00 og stendur til 22:30.

Hvert námskeið varir í 6 vikur í senn og er alltaf kennt á sama tíma í Akurskóla.

Kennari er Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur líkt og undanfarin ár.

þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í síma 525 4545 og 525 4544. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef félagsvísindastofnunarinnar.

Frekari upplýsingar um námskeiðið eru veittar hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar sími 421 6700.