Sorgarhópur í Keflavíkurkirkju
Miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi hefur göngu sína sorgarhópur í Keflavíkurkirkju.
Samverustundirnar verða á miðvikudögum kl. 19:30- 21:00 í Kirkjulundi.
Sorgarhópurinn er lokaður þar sem fólki gefst kostur á að vinna úr tilfinningum sínum og reynslu með umræðu og gagnkvæmum stuðningi.
Aðgangur í hópinn er takmarkaður við 10-12 manns.
Upplýsingar og skráning eru í höndum sr. Erlu Guðmundsdóttir í síma 849 2194 eða á [email protected].