SÖNGVAKEPPNIN DRÓ MARGA ÚT Á LÍFIÐ
				
				Frábær árangur Íslendinga í Söngvakeppni Ervrópskra sjónvarpsstöðva hafði mikil áhrif á skemmtanafíkn Suðurnesjamanna og margir skemmtu sér vel um helgina. Lögreglumönnum í Keflavík leiddist ekki heldur því samtals voru skráð í dagbók lögreglunnar 80 verkefni, útköll og/eða kærur, frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Mikið var um veislur í heimahúsum og voru laganna verðir alloft sendir á vettvang til að semja frið eða taka að sér hlutverk útkastara.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				