Söngstund í Álfagerði á föstudagkvöldið
Söngstund verður í félagssaðstöðu eldri borgara í Álfagerði í Vogum föstudagskvöldið 23. október kl. 20:00. Þá mun tónlistarhópurinn Uppsigling kíkja í heimsókn og taka lagið. Þetta er í þriðja skiptið sem Uppsigling kemur í heimsókn í Álfagerði, en sönghópurinn hefur sérhæft sig í að flytja íslensk sönglög.
Boðið verður upp á kaffi á þessu notarlega söngkvöldi. Eldri borgarar og áhugafólk um tónlist er hvatt til að mæta í Álfagerði á föstudagskvöldið og njóta góðrar kvöldstundar.