Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Söngskóli Emilíu opnar í Innri Njarðvík
  • Söngskóli Emilíu opnar í Innri Njarðvík
    Klara, Alma, Emilía og Steinunn í hljómsveitinni Nylon.
Miðvikudagur 10. maí 2017 kl. 12:01

Söngskóli Emilíu opnar í Innri Njarðvík

-Lengi verið draumur að opna söngskóla í Reykjanesbæ

Emilía Björg Óskarsdóttir, fyrrum söngkona Nylon, mun í sumar opna söngskóla í Reykjanesbæ fyrir börn og unglinga. Á Facebook-síðu söngskólans segist Emilía lengi hafa átt sér þann draum að opna söngskóla í Reykjanesbæ. Þar mun hún leggja áherslu á jákvæðni, gleði, styrkingu sjálfsmyndar og öryggis nemendanna.

Samkvæmt síðunni verða námskeiðin haldin í safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvíkurkirkju og þar séu börn og unglingar fæddir á árunum 2001 til 2009 velkomnir. Á námskeiðunum verði einnig æfð framkoma, túlkun, tjáning, hljóðnematækni og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslenska popphjómsveitin Nylon var stofnuð snemma árs 2004 þegar fyrirtæki Einars Bárðarsonar, Concert, stóð fyrir áheyrnarprufum á stúlkum fyrir íslenska stúlknasveit. Þann 14. júlí 2007 sagði Emilía skilið við Nylon vegna persónulegra ástæðna.