Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngleikur um sögu Hljóma settur upp í FS
Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 10:35

Söngleikur um sögu Hljóma settur upp í FS

Söngleikur um sögu hljómsveitarinnar Hljóma úr Keflavík verður settur upp á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn, en prufur fyrir söngleikinn fara fram í skólanum í dag. Í frétt á heimasíðu FS segir að þeir sem kunni að leika, dansa, syngja eða spila á hljóðfæri séu hvattir til að mæta í prufu en fjölmörg hlutverk séu í boði. Einnig eru þeir sem hafa áhuga á því að vinna bak við tjöldin að uppfærslunni hvattir til að láta vita af sér. Prufur fara fram í fundartíma í dag milli klukkan 11 og 12 og aftur klukkan 14:10 í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024