Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. ágúst 2006 kl. 16:08

Söngleikur fyrir unglinga

Í næstu viku munu fara fram leik-, söng-, og dansprufur fyrir uppsetningu á nýjum unglingasöngleik sem frumsýndur verður í Frumleikhúsinu í vetur.

Þær Gunnheiður Kjartansdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir munu stjórna þessari uppfærslu en þær hafa allar unnið að sýningum í grunnskólum og hafa því nokkra reynslu af vinnu með börnum og unglingum.

Að þeirra sögn er hér um frumsýningu að ræða á nýju verki sem unnið er uppúr kvikmyndinni Cinderella story (Öskubuskusaga).
„Við lítum fyrst og fremst á þetta sem forvarnarverkefni enda er ætlunin að nýta krakka úr 9. bekk og uppúr í öll hlutverkin, því hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta verk að koma í prufur til okkar, “ segja stjórnendur uppsetningarinnar. Þær segjast vita af mörgum hæfileikaríkum krökkum sem vonandi verða með og gera þessa uppsetningu mögulega.

Prufurnar fara fram í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, mánudaginn 28. ágúst og hefst skráning klukkan 17.30. Söngprufurnar hefjast klukkan 18.00, og geta þeir sem vilja haft með sér undirspil eða bara sungið án undirleiks. Klukkan 19.30 eru dansprufur og að lokum klukkan 21.00, hefjast leikprufur. Þá er einnig óskað eftir krökkum í önnur mikilvæg hlutverk eins og förðun, hárgreiðslu, búninga, tæknivinnu ofl.

Eins og komið hefur fram hefst skráning í prufur mánudaginn 28. ágúst, klukkan 17.30 í Frumleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar veita Gunnheiður sími 6953297, Íris sími 8631009 og Guðný sími 8691006.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024