Sönghópur Suðurnesja með aðventutónleika í Hljómahöll
Sönghópur Suðurnesja verður með aðventutónleika í Hljómahöll 3. desember. Hópurinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar.
Á tónleikunum munu Jana María Guðmundsdóttir og Mummi Hermanns ásamt fleirum syngja einsöng. Strengjahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun spila með kórnum ásamt Magnúsi á píanó, Ingólfi Magnússyni á bassa og Ágústi Ingvasyni á áslátt.
Miðasala fer fram á hljomaholl.is og tix.is