Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngelskar konur óskast í Kvennakór Suðurnesja
Þriðjudagur 11. október 2011 kl. 08:53

Söngelskar konur óskast í Kvennakór Suðurnesja


Það er ýmislegt framundan hjá Kvennakór Suðurnesja á næstunni og leitar kórinn nú að söngelskum konum í allar raddir en þó sérstaklega í alt. Þann 29. október verður haldinn haustfagnaður þar sem kórkonur munu bjóða til sín öllum kórum á Suðurnesjum og verður þar væntanlega mikið sungið. Þessi skemmtun er liður í fjáröflun kórsins fyrir væntanlega söngferð en ætlunin er að heimsækja frændur okkar Færeyinga næsta sumar. Einnig mun kórinn fara í sína árlegu laufabrauðssölu í nóvember.

Kvennakór Suðurnesja mun halda tvenna jólatónleika í byrjun desember og verða þeir nánar auglýstir síðar. Kórkonur eru byrjaðar að æfa jólalögin á fullu og má búast við frábærum tónleikum sem koma öllum í jólaskapið. Það er alltaf eitthvað um að vera hjá kórnum og eru konur sem hafa gaman af söng og vilja taka þátt í skemmtilegum félagsskap hvattar til að kíkja á æfingu. Kórinn æfir á mánudögum kl. 20 í Listasmiðjunni á Ásbrú og raddæfingar eru á miðvikudögum kl. 20. Einnig geta konur haft samband við formann kórsins, Ínu Dóru Hjálmarsdóttur í síma 898-7744.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024