Söngeikurinn GRÍS í stutt vetrarfrí
	Söngleikurinn Grís hefur verið sýndur fyrir fullu húsi í Frumleikhúsinu og virðist ekkert lát ætla að verða á vinsældum þessarar skemmtilegu uppfærslu.  
	
	Vegna vetrarfrís í skólum verður gert hlé á sýningum um helgina en þráðurinn tekinn upp að nýju miðvikudaginn 23. október með sérstakri skólasýningu fyrir grunnskólakrakka hér á svæðinu.
	
	Áhugasamir bekkjafulltrúar eða umsjónar- kennarar hafi samband og panti miða.
	
	Næstu sýningar þar á eftir verða fimmtud. 24. okt. kl. 20.00, laugard. 26. okt. kl. 16.00 og sunnud. 27. okt. Kl. 16.00. Athugið að sýningum fer fækkandi.
	
	Miðapantanir í síma 4212540. Nánar auglýst í næsta blaði.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				