Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólskin og sápukúlur
Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 14:57

Sólskin og sápukúlur

Sólin brosti sínu breiðasta þegar krakkarnir á Garðaseli héldu hina árlegu sumarhátíð ásamt foreldrum og leikskólakennurum. Krakkarnir sungu nokkur lög fyrir viðstadda, léku sér í stórum hoppukastala og gæddu sér á pylsum. Það var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér mjög vel í góða veðrinu. Ljósmyndari Víkurfrétta var á svæðinu og fangaði stemmninguna. Sjá má myndirnar í Galleríinu hér á síðunni.

 

Vf myndir/Magnús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024