Sólsetursstemmning á Garðskaga

Sólseturshátíð í Garði stendur yfir alla helgina. Dagskrá hennar hófst í gær en hún nær hámarki á laugardaginn með veglegri fjölskylduskemmtun langt fram á kvöld.
Garðbúar hafa greinilega lagt mikið í hverfaskreytingar eins og sjá mátti í gærkvöldi þegar VF átti leið um Garðinn. Margir höfðu látið gamminn geysa af mikilli andagift og sköpunargleði í þeim efnum enda gengur þetta jú út á að toppa hin hverfin í skreytingunum. 
Nokkur fjöldi fólks var út við Garðskagavita að fylgjast með sólsetrinu en óvíða er það jafn fallegt og einmitt þaðan. Eflaust leggja margir leið sína í Garðinn um helgina og í gær voru gestir farnir að streyma að á húsbílum eða með hjólhýsi.
VFmyndir/pket.






 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				