Sólseturshátíðin fer fram um helgina
Um helgina fer fram Sólseturshátíðin í Garðinum. Sólseturshátíðin hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem hátíð fjölskyldunnar. Hátíðarhöldin fara fram á Garðskaga en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar. Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón og tímasetning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem Sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyllir hafið á meðan Garðbúar og gestir þeirra syngja og gleðjast við varðeldinn.
Í ár 2012 verður Sólseturshátíðin haldin dagana 21. - 24. júní og má sjá dagskrá hátíðarinnar hér að neðan.
Fimmtudagur 21. júní
Garðurinn settur í hátíðarbúning og mælt með að íbúar skreyti hús sín og götur og taki þannig virkan þátt í að gera hátíðina og Garðinn sem glæsilegastan. Sérstök skreytinganefnd veitir verðlaun fyrir best skreytta húsið og götu bæjarins.
Kl.10:00-12:00 Gerðaskóli
Töfranámskeið fyrir krakka í skólanum með Einari Mikael (frítt) Einar Mikael kennir grunnatriðin í töfrabrögðum (fyrir grunnskólakrakka)
Kl.20:00-22:00 Ganga frá Unu-húsi út að Garðskaga með Herði Gíslasyni. Hörður fer yfir helstu kennileiti á gönguslóðum.
Föstudagur 22. júní
Kl.15:00-17:00 Gerðaskóli
Leikir og fjör með Gauju, Brynju og Evu fyrir alla krakka. Knattspyrnufélagið Víðir gefur öllum hressum krökkum svala og prins póló.
Kl.18:00-20:00
Götugrill í hverfum bæjarins, nefndin mælir með að hverfin hittist á ákveðnum stöðum og götur (rauða hverfið, gula hverfið, græna hverfið og appelsínugula hverfið) grilli saman. Hermann Ingi mætir í hverfagrillin og kannar stemninguna og tekur nokkur lög.
Kl.20:00 Hermann Ingi fer fyrir skrúðgöngu frá Bæjarskrifstofunni út á Víðisvöll, þar sem Víðir tekur á móti liði Grundarfjarðar. Leikurinn hefst kl. 20:30 (Víðir keppir síðan á Grundarfirði við þá á þeirra bæjarhátíð)
Kl.22:00-24:00 Blakmót út á Garðskaga. Allir hvattir til að vera með lið. Þátttökugjald er 500 kr. á leikmann, greiðist á staðnum. (skráning á [email protected])
Kl.23:00 Kvöldmessa í Útskálakirkju.
Laugardagur 23. júní
Kl.10:00-12:00 Sólseturshátíðarmót hjá 6 fl. drengja á Víðisvellinum.
Kl.10:00 Sólseturshátíðarhlaup við Íþróttamiðstöðina í Garði. Boðið verður upp á 3 km og 10 km hlaup. Skráning í Íþróttahúsi Garðs eða á [email protected].
Kl.14:00 Hátíðin sett á hátíðarsvæðinu út á Garðskaga. Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis setur hátíðina
Sólborg Guðbrandsdóttir
Melkorka Rós Hjartardóttir
Area of Style
Sveppi og Villi
Atriði frá Vinnuskóla Garðs
Einar Mikael töframaður frumsýnir stórkostlegt atriði
Leikir út á svæðinu á vegum Knattspyrnufélagsins Víðis
Froðubolti - Hestaferðir fyrir börnin (teymt undir börnum)
Karmellukast úr þyrlu (fer eftir veðri) - Hoppukastali
Bryn Ballet
Leikskólabörn frá Gefnarborg
Kl.17:00 Sjósund í Garðhúsavík
Kl.20:30-23:30 Kvölddagskrá hefst á hátíðarsvæðinu út á Garðskaga
Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur
Línudans
Nicolette
Blár Opal
Hljómsveitin Valdimar
Hljómsveitin Bógus
Valgeir Guðjónsson
Varðeldur
Sölutjöld verða á svæðinu. Yngri flokkar Víðis verða með ýmislegt góðgæti til sölu á svæðinu, m.a. Candy floss, Krap-ís, Kaffi, Kakó o.fl. 10. bekkur Gerðaskóla verður með hamborgara og pylsusölu
M.fl. Víðis verður með heita súpu til sölu.
Sunnudagur 24. júní
Kl.17:00 Tónleikar í Miðgarði, sal Gerðaskóla
Nicolette og Deborah Charles (aðgangur ókeypis)
Listviðburðir Ferskra vinda alla helgina sjá nánar á svgardur.is eða á fresh-winds.com