Sólseturshátíðin á Garðskaga: Umgjörðin með nýju sniði
Hin árlega sólseturshátíð í Garði fer fram um næastu helgi og hefst skipulögð dagskrá strax á morgun þegar listsýningar opna og KK heldur tónleika í samkomuhúsinu.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda og vona aðstandendur til þess að en fleiri komi nú en þau 3000 sem komu í fyrra.
Víkurfréttir tóku Bergþóru Ólöfu Björnsdóttur, starfsmanni hátíðarinnar, tali.
Hvað verður helst í boði á Sólseturshátíðinni í ár?
Það er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni í ár. Til að mynda verður umgjörðin með nýju sniði en hún verður í anda Garðsins.
Við erum með fjölbreytta dagskrá og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Töframaður, línudans, kassabílarallý, ratleikur, Fjöllistahópur, Brennusöngur, tónleikar, fjöruferð barnanna og ýmislegt fleira. Fyrir utan dagskránna verður spákona á svæðinu, sölubásar með handunnum vörum og ýmsum kræsingum, málverkasýningar, eldsmiður, þrautabraut, kassaklifur og barnalest.
Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?
Hann hefur gengið mjög vel. Það er góð samstaða í hópnum og allir með það markmið að setja saman fjölbreytta og skemmtilega fjölskylduhátíð fyrir alla aldurshópa.
Hvaða þýðingu hefur Sólseturshátíðin fyrir sveitarfélagið og íbúa þess?
Hátíðin er frábært tækifæri fyrir Garðbúa að koma saman og eiga góðar stundir. Um leið kynnum við bæinn okkar fyrir gestum og sýnum hvað við höfum uppá að bjóða.
Hver verður hápunktur hátíðarinnar?
Mér finnst allt svo skemmtilegt í dagskránni að ég á erfitt með að velja hápunkt. Helgin byrjar með góðum tónleikum en KK spilar í Samkomuhúsinu á föstudaginn. Í framhaldi af þeim verður sundlaugarpartí fyrir unglingana. Ég bíð spennt eftir að sjá töfrabrögðin hans Lalla og sjá sýnt úr heimildamyndinni „undir ljósi Garðskaga“ eftir Guðmund Magnússon. Einnig er ég mjög spennt fyrir línudansinum þó ég sé ekki mikill dansari, ég held hann sé skemmtileg nýjung og hristi hópinn saman. Helgin endar svo með fótbolta sem Víðir er að skipuleggja, en það verður hressandi að hlaupa aðeins um og hrista af sér allar kræsingarnar sem í boði verða á laugardeginum.
Eitthvað að lokum?
Ég vil hvetja alla krakka til að smíða kassabíl og taka þátt í kassabílarallýinu og hvetja alla unglinga og fullorðna til að taka ljósmynd eða mála mynd af Garðskaga og taka þátt í málverka/ljósmyndakeppninni. Myndirnar verða síðan seldar á uppboði og ágóðinn rennur til góðgerðarmála. Verðlaun eru veitt fyrir flottasta/sterkasta kassabílinn og sömuleiðis fyrir flottustu myndina.
Svo vil ég auðvitað hvetja alla til að mæta í sólskinsskapi með það að markmiði að eiga ánægjulegar stundir á góðri helgi.
Mynd: Oddný Harðardóttir bæjarstjóri og Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, starfsmaður hátíðarinnar. Ljósmynd: Þorgils Jónsson
Dagskráin er fjölbreytt að vanda og vona aðstandendur til þess að en fleiri komi nú en þau 3000 sem komu í fyrra.
Víkurfréttir tóku Bergþóru Ólöfu Björnsdóttur, starfsmanni hátíðarinnar, tali.
Hvað verður helst í boði á Sólseturshátíðinni í ár?
Það er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni í ár. Til að mynda verður umgjörðin með nýju sniði en hún verður í anda Garðsins.
Við erum með fjölbreytta dagskrá og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Töframaður, línudans, kassabílarallý, ratleikur, Fjöllistahópur, Brennusöngur, tónleikar, fjöruferð barnanna og ýmislegt fleira. Fyrir utan dagskránna verður spákona á svæðinu, sölubásar með handunnum vörum og ýmsum kræsingum, málverkasýningar, eldsmiður, þrautabraut, kassaklifur og barnalest.
Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?
Hann hefur gengið mjög vel. Það er góð samstaða í hópnum og allir með það markmið að setja saman fjölbreytta og skemmtilega fjölskylduhátíð fyrir alla aldurshópa.
Hvaða þýðingu hefur Sólseturshátíðin fyrir sveitarfélagið og íbúa þess?
Hátíðin er frábært tækifæri fyrir Garðbúa að koma saman og eiga góðar stundir. Um leið kynnum við bæinn okkar fyrir gestum og sýnum hvað við höfum uppá að bjóða.
Hver verður hápunktur hátíðarinnar?
Mér finnst allt svo skemmtilegt í dagskránni að ég á erfitt með að velja hápunkt. Helgin byrjar með góðum tónleikum en KK spilar í Samkomuhúsinu á föstudaginn. Í framhaldi af þeim verður sundlaugarpartí fyrir unglingana. Ég bíð spennt eftir að sjá töfrabrögðin hans Lalla og sjá sýnt úr heimildamyndinni „undir ljósi Garðskaga“ eftir Guðmund Magnússon. Einnig er ég mjög spennt fyrir línudansinum þó ég sé ekki mikill dansari, ég held hann sé skemmtileg nýjung og hristi hópinn saman. Helgin endar svo með fótbolta sem Víðir er að skipuleggja, en það verður hressandi að hlaupa aðeins um og hrista af sér allar kræsingarnar sem í boði verða á laugardeginum.
Eitthvað að lokum?
Ég vil hvetja alla krakka til að smíða kassabíl og taka þátt í kassabílarallýinu og hvetja alla unglinga og fullorðna til að taka ljósmynd eða mála mynd af Garðskaga og taka þátt í málverka/ljósmyndakeppninni. Myndirnar verða síðan seldar á uppboði og ágóðinn rennur til góðgerðarmála. Verðlaun eru veitt fyrir flottasta/sterkasta kassabílinn og sömuleiðis fyrir flottustu myndina.
Svo vil ég auðvitað hvetja alla til að mæta í sólskinsskapi með það að markmiði að eiga ánægjulegar stundir á góðri helgi.
Mynd: Oddný Harðardóttir bæjarstjóri og Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, starfsmaður hátíðarinnar. Ljósmynd: Þorgils Jónsson