Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sólseturshátíð í Garði um helgina
Miðvikudagur 23. júní 2010 kl. 11:11

Sólseturshátíð í Garði um helgina



Sólseturshátíð í Garði hefst á morgun, fimmtudag og stendur yfir fram á sunnudag. Lista- og handverksfólk bæjarins hefur að undanförnu undirbúið sýningar af því tilefni, þeirra á meðal Reynir Katrínarson sem opnar sýningu í húsnæði við hlið bæjarskrifstofunnar að Sunnubraut. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja sem veitir ekki af því verk Reynis eru risastór. Sýningin verður opnuð annað kvöld.

Þungamiðjan í dagskránni er á laugardaginn með þéttskipaðri skemmtidagskrá sem stendur yfir langt fram á kvöld. Á henni verður eitthvað við allra hæfi enda er Sólseturshátíðin ætluð fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrárliði er hægt að kynna sér nánar á heimasíðu Garðs, www.garður.is

VFmynd/elg – Reynir Katrínarson var að setja upp sýningu við Sunnubraut 4 þegar ljósmyndari leit inn. Þar sýnir Reynir stór olíumálverk þar sem gyðjur og goð eru í aðalhlutverki. Einnig sýnir hann þessar hnýttu húfur sem vakið hafa athygli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024