Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Sólseturshátíð í Garði hefst á mánudag
  • Sólseturshátíð í Garði hefst á mánudag
Föstudagur 19. júní 2015 kl. 14:01

Sólseturshátíð í Garði hefst á mánudag

Sólseturshátíðin í Garði, bæjarhátíð Garðmanna, hefst nk. mánudag og stendur fram á sunnudaginn 28. júní.

Stjórn Víðis, sem er framkvæmdaraðili að hátíðinni fyrir bæjarfélagið, hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá, en fyrsti viðburðurinn er karlakvöld í sundlauginni strax núna á mánudagskvöld og svo rekur hver viðburðurinn annan, alla næstu viku.

Íbúar í Garði eru hvattir til að setja bæinn í hátíðarbúning með skreytingum, kynna sér dagskrána vel og vera duglegir að taka þátt í dagskrá Sólseturshátíðar.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024