Sólseturshátíð á Garðskaga fór vel fram
Hátíðarhöld í tenglum við sólseturshátíð á Garðskaga fóru vel fram. Án efa hafa þúsundir lagt leið sína á Garðskaga þessa helgi og eru mótshaldarar ánægðir með hvernig til tókst. Fólk á öllum aldri hefur skemmt sér konunglega í blíðskaparveðri en veðurguðirnir hafa verið Garðmönnum og gestum þeirra hliðhollir. Lögreglan segir á vef sínum að allt hafi farið vel fram á Sólseturshátíðinni og þurftu lögreglumenn að hafa óveruleg afskipti af hátíðinni.