Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólóplata þar sem spilagleðin er allsráðandi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 22. júlí 2022 kl. 12:35

Sólóplata þar sem spilagleðin er allsráðandi

Platan Lipstick On eftir Fríðu Dís Guðmundsdóttur er nú komin inn á allar helstu streymisveitur. Um er að ræða aðra sólóplötu Fríðu Dísar en hún hefur að geyma poppskotið rokk þar sem undirmeðvitundin fær að ráða ferðinni og spilagleðin er allsráðandi. Á plötunni eru 9 frumsamin lög með textum á ensku, þar á meðal tveir dúettar, Baby, You Are Bad News ásamt Soffíu Björgu og Shower Shock ásamt Halla Valla.

Fríða segir lögin hafa orðið til í miklu flæði á eins árs tímabili en yrkisefnið er allt frá varalituðum fingurkossum úr geimnum til rafmagnaðra sturtuferða.

Platan Lipstick On

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fríða Dís Guðmundsdóttir samdi lögin og texta ásamt því að útsetja, syngja og leika á bassa og gítar. Smári Guðmundsson sá um upptökustjórn í Smástirni og sá einnig um útsetningar og spilaði á rafmagnsgítar, baritóngítar og kassagítar ásamt því að vera meðhöfundur The Key to My Future Heart. Halldór Lárusson sá um trommur og áslátt og er meðhöfundur lagsins Thrifting. Stefán Örn Gunnlaugsson sá einnig um upptökustjórn í Stúdíó Bambus, lék á píanó, hljómborð, samdi bakgrunns kvikmyndatónlist og söng raddir ásamt því að hljóðblanda. Soffía Björg Óðinsdóttir syngur aðra aðalröddina í Baby, You Are Bad News ásamt því að syngja raddir í fleiri lögum. Hallbjörn Valgeir Rúnarsson syngur í Shower Shock. María Rún Baldursdóttir, Viktor Atli Gunnarsson, og Ásbjörg Jónsdóttir sungu raddir og Jóhannes Haukur Jóhannesson er hluti af leikþætti í laginu Guidelines for Dreamers. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering sá um hljóðjöfnun. Arnar Fells hjá Arnar&Arnar sá um hönnun á plötuumslagi ásamt Fríðu Dís og Björgvin Guðjónsson sá um umbrot. Ljósmynd á plötuumslagi tók Þorsteinn Sürmeli. Smástirni sér um útgáfu.

Lögin á plötunni eru þessi:

Intro for Dreamers

Guidelines for Dreamers

Lipstick on

Cats & Cassettes

Baby, You Are Bad News

The Spell

Shower Stock 

The Key to My Future Heart

Thrifting

Þess má geta að lagið The Key to My Future Heart var gefið út í september 2021 og var notað sem stef í hlaðvarpinu Kennarastofan.