Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólarfrí!
Fimmtudagur 17. júlí 2003 kl. 16:13

Sólarfrí!

Sólin getur verið dutlungafull. Hún skein skært á Suðurnesjamenn í morgun en virðist hafa fengið sér hádegisblund á bakvið ský og vart hefur sést til hennar síðan. Þrátt fyrir sólarleysi í augnablikinu er mikill hiti og fólk léttklætt. Ljósmyndari Víkurfrétta hafði stutta viðkomu í Bláa lóninu nú síðdegis en þar á bæ urðu gestir að sætta sig við sólarleysi eins og aðrir. Sólin skiptir hins vegar ekki öllu í Bláa lóninu, því aðstaðan er þannig að engum ætti að leiðast.Meðfylgjandi mynd fylgdi með sendingu ljósmyndarans sem nú er úti á meðal fólksins að festa minningarnar um góða veðrið á myndir. Margir hafa nefnilega tekið sér sólarfrí frá vinnu í dag - alveg eins og sólin, sem tók sér frí frá okkur!

Hér á Víkurfréttum er rekin lágmarksfréttaþjónusta á netinu, enda hásumar og færri sem hanga innivið á Netinu og nota frekar tímann til útivistar. Meira að segja fólk í útlöndum lætur það eiga sig að heimsækja vefinn okkar í dag og er eingöngu hægt að merkja heimsóknir frá Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Myndina kallar ljósmyndarinn: Dulúð í Bláa lóninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024