Sól í sundi - myndasyrpa úr sundlauginni
Þótt kalt sé í veðri skín sólin skært og gestir í sundlaug Keflavíkur létu kuldann ekki á sig fá. Börnin skemmta sér alltaf vel í sundi og það átti svo sannarlega við krakkana sem busluðu í sundlauginni í dag. Rennibrautin er alltaf vinsæl hjá krökkunum og fóru krakkarnir margar ferðir á meðan fullorðna fólkið lét geisla sólarinnar baða líkama sinn. Það er bara vonandi að hitastigið fari hækkandi og þá er ljóst að sundlaugarnar fyllast.
Myndasyrpa úr Sundlaug Keflavíkur.
VF-myndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Myndasyrpa úr Sundlaug Keflavíkur.
VF-myndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson