Sokka Cafe - Borgaðu kaffisopann með sokkum
Kaffi„hús“ þar sem þú borgar með sokkum - hvernig hljómar það ? Innan skamms verður hægt að fá sér kaffisopa, kleinur, flatkökur og rúnstykki í Gallery 1og8 við Hafnargötu í Keflavík, en hugmyndin er að koma þar fyrir sófum, borðum og stólum, svo gestir geti tillt sér niður, lesið blöð og drukkið kaffi.
Verður þetta kallað „Sokka Cafe“. Eins og heitið ber með sér þá gefst gestum kostur á að greiða veitingar sínar með því að klæða sig úr sokk og nota hann sem gjaldmiðil. Mjólk verður borin fram á gamla mátan - í flöskum klæddum ullarsokkum - og bollarnir einnig, segir í tilkynningu.