Söfnuðu yfir 70.000 kr. með bingói
Það var sannkallað bingó-æði í Virkjun á Ásbrú í gærkvöldi. Velunnarar Virkjunar fylltu salinn og tóku þátt í bingói til styrktar Fjölskylduhjálp.
Yfir 70.000 kr. söfnuðust sem verða afhentar Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum í næstu viku. Við sama tækifæri ætlar Virkjun að afhenda Fjölskylduhjálpinni þrjár yfirfarnar tölvur með skjá, lyklaborði og mús.