Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfnuðu veglegri upphæð fyrir fátæk börn í Malaví
Rakel Lind Michelsen Hauksdóttir frá SOS barnaþorpum og Sóley Birgisdóttir, kennari í 6. SB, og nemendurnir duglegu. VF-mynd/pket
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 10. febrúar 2022 kl. 09:40

Söfnuðu veglegri upphæð fyrir fátæk börn í Malaví

Nemendur í 6. bekk SB í Heiðarskóla í Reykjanesbæ afhentu fulltrúa SOS barnaþorpa 75 þúsund krónur sem þau söfnuðu eftir að hafa horft á Öðruvísi jóladagatal  - Sælla er að gefa en þiggja - í desember. „Þau voru svo áhugasöm og tóku málið lengra með því að safna þessari stóru upphæð til SOS,“ segir Sóley Birgisdóttir, kennari bekkjarins.

Jóladagatalið hafði svo sterk áhrif á krakkana í 6.-SB að þau vildu hjálpa til og safna peningum á ýmsan hátt. Þau söfnuðu t.d. flöskum og dósum og unnu líka létt verkefni heima fyrir sem foreldrar og ættingjar létu þau hafa peninga fyrir. Rakel Lind Michelsen Hauksdóttir frá SOS barnaþorpum kom svo í Heiðarskóla 27. janúar í heimsókn til að taka við peningunum sem krakkarnir söfnuðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún sagði krökkunum að peningarnir yrðu notaðir til að hjálpa fátækum börnum í Malaví en það er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og eitt af fátækustu í heimi en þar búa alls 11 milljónir manna. Í máli Rakelar kom fram að 75 þúsund krónur væru jafnvirði margra milljóna í Malaví og verða peningarnir m.a. notaðir til menntunar og skólagöngu þeirra í landinu. „Þið eruð með þessu framlagi ykkar að hjálpa krökkum í Malví alveg gríðarlega mikið því þarna er mjög mikil fátækt,“ sagði Rakel.

Um SOS Barna­þorp­in

Fyrst og fremst eru SOS Barna­þorp­in barna­hjálp sem veit­ir mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um stað­gengil fyr­ir þá fjöl­skyldu sem þau hafa misst. SOS Children´s Villa­ges eru stærstu óháðu hjálp­ar­sam­tök heims sem ein­blína á börn án for­eld­raum­sjár og ósjálf­bjarga barna­fjöl­skyld­ur.

Sam­tök­in starfa í 137 lönd­um, óháð stjórn­mál­um og trú­ar­brögð­um. Þau ná til yfir einn­ar millj­ón­ar barna, ung­menna og full­orð­inna í gegn­um meira en tvö þús­und verk­efni. Að­aláhersla sam­tak­anna er að börn þríf­ist best í fjöl­skyldu­um­hverfi við ást og um­hyggju for­eldra eða um­sjón­ar­fólks, ásamt systkin­um sín­um á stað sem þau geta kall­að heim­ili.