Söfnuðu rúmlega 12 þúsund með tombólu
Þessar duglegu stelpur söfnuðu hvorki meira né minna en 12.345 krónum á dögunum með því að halda tombólu við Nettó í Krossmóa.
Þessar duglegu stelpur söfnuðu hvorki meira né minna en 12.345 krónum á dögunum með því að halda tombólu við Nettó í Krossmóa. Þær komu stoltar í heimsókn á skrifstofu Víkurfrétta og að sjálfsögðu smellti blaðamaður af þeim ljósmynd. Frá vinstri eru þær: Brynja Hólm Gísladóttir, Katrín Hólm Gísladóttir og Lilja Þorsteinsdóttir.