Söfnuðu haustlaufum í skrúðgarðinum
Haustið er gengið í garð með tilheyrandi vætu og vindum. Veturinn er því skammt undan en náttúrufegurð er sjaldan meiri en einmitt á haustin.
Ljósmyndari Víkurfrétta rakst á þennan hóp vaskra drengja af leikskólanum Gimli í morgun, en þeir voru að safna laufum og fleiru í skrúðgarðinum í Njarðvík.
Strákarnir, sem eru tveggja og þriggja ára voru alveg til í að stilla sér upp á mynd ásamt leikskólakennurunum og var greinilega mjög gaman hjá þeim.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Ljósmyndari Víkurfrétta rakst á þennan hóp vaskra drengja af leikskólanum Gimli í morgun, en þeir voru að safna laufum og fleiru í skrúðgarðinum í Njarðvík.
Strákarnir, sem eru tveggja og þriggja ára voru alveg til í að stilla sér upp á mynd ásamt leikskólakennurunum og var greinilega mjög gaman hjá þeim.
VF-mynd/Þorgils Jónsson