Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfnuðu fyrir eldri borgara með söng
Laugardagur 11. maí 2019 kl. 14:00

Söfnuðu fyrir eldri borgara með söng

Alexandra Ósk Jakobsdóttir og Fanney Helga Grétarsdóttir söfnuðu alls 4000 krónum sem þær hafa afhent Félagi eldri borgara á Suðurnesjum. Peningana öfluðu þær með því að ganga í hús og syngja fyrir fólk. Fyrir sönginn vildu þær fá 100 krónur. Þær tóku því lagið alls 40 sinnum og mættu stoltar á fund eldri borgara þar sem þær afhentu peningana og fengu klapp að launum.

Félag eldri borgara er reyndar ekki í mikilli fjárþörf því félagsskapurinn afhenti á dögunum tvær milljónir króna úr sjóðumm félagsins til Velferðarsjóðs Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024