Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 09:13

Söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins

Buðu fólki upp á dekur og snyrtingu


Góðhjartaðar stúlkur í Grunnskóla Grindavíkur langaði að styrkja átakið Öll í einn hring og héldu þær því gleðistund þann 25. febrúar sl. þar sem þær buðu vinum og vandamönnum að koma og kaupa ýmsa þjónustu. Stúlkurnar buðu upp á ýmiss konar dekur, snyrtingu og fleira ásamt því að  selja kaffi og meðlæti.  

Þær söfnuðu alls 32.088 kr fyrir Barnaspítala Hringsins með athæfinu en það er sannarlega glæsilegt.  Stúlkurnar hafa allar verið í svokölluðum stelputímum á unglingastigi hjá Benný Ósk Harðardóttur kennara við skólann. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024