Söfnuðu fé fyrir langveik börn í Reykjanesbæ
Styrktartónleikadagskráin „Frá barni til barns“ sem hljómborðsdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar stóð fyrir í skólanum laugardaginn 14. apríl s.l. gekk einstaklega vel og það var mikill fjöldi gesta sem naut dagsins með nemendum og kennurum Tónlistarskólans.
Píanó og hljómborðsnemendur héldu sex hálftíma langa tónleika í Bergi og samhliða tónleikunum var starfrækt kaffihús og listmarkaður og léku nemendur einnig fyrir gesti þar.
Töluverð peningaupphæð safnaðist, sem rennur óskipt til langveikra barna í Reykjanesbæ.
Styrktarreikningur verkefnisins verður opinn til og með 14. maí n.k. og er númerið 0142-15-010366 Kt. 300558-4829.
Nánar verður fjallað um styrktarverkefnið „Frá barni til barns“ í blaðinu í næstu viku, þ.m.t. hversu há peningaupphæð safnaðist laugardaginn 14. apríl.