Söfnuðu 930.000 kr. fyrir Guðmund Atla
- og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Fyrir jólin greindist hinn sjö ára gamli Guðmundur Atli með bráðahvítblæði. Guðmundur er nemandi í 2.SS í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Hann býr hjá ömmu sinni og afa sem standa eins og klettur við hlið hans og gera allt til þess að reyna að stytta honum stundirnar á spítalanum. Guðmundur eyddi jólum og áramótum á barnaspítala. Í gegnum allt hefur hann haldið í gleðina og brosið, enda einstaklega brosmildur og lífsglaður drengur.
Um nýliðna helgi voru haldnir styrktartónleikar í Stapa til stuðnings Guðmundi Atla og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Hópur af frábærum tónlistarmönnum var tilbúinn að taka þátt og gefa vinnu sína. Fram komu: Páll Óskar, Valdimar Guðmundsson, Blaz Roca, Herra Hnetusmjör, María Ólafs, Shades of Reykjavík og Sígull. Einnig komu bekkjarsystkini Guðmundar fram og Sesselja Ósk jólastjarna.
Á tónleikunum söfnuðust samtals 700.000 krónur og jafnframt bárust styrkir upp á 230.000 krónur beint inn á reikning Guðmundar Atla. Aðstandendur tónleikanna vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn, listafólkinu og öllum sem komu að tónleikunum og þeim sem gáfu veitingar sem seldar voru á tónleikunum.
Guðmundur Atli:
0542-14-404971
190808-4080
Félag krabbameinssjúkra barna:
301-26-545
630591-1129