Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfnuðu 1,5 milljón til styrktar arfgengrar heilablæðingar
Mánudagur 25. júlí 2011 kl. 14:23

Söfnuðu 1,5 milljón til styrktar arfgengrar heilablæðingar

Nýlega afhendu þær María Ósk Kjartansdóttir og Aðalheiður Ásdís rannsóknarhópi á Keldum myndarlega upphæð sem safnast hefur til styrktar rannsókna á arfgegnri heilablæðingu. Stúlkurnar stóðu fyrir hinum ýmsu viðburðum eins og Hip-Hop tónleikum og barnaskemmtun í 88-húsinu. Einnig var slegið upp veislu á Manhattan á sínum tíma og fólki var frjálst að veita málefninu framlög eftir getu hvers og eins.

Þegar allt var saman talið höfðu safnast 1.475.075 kr.

María Ósk er af heilablæðarafjölskyldu og er umhugað um að rannsóknirnar haldi áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannsóknarhópurinn á Keldum samanstendur af Dr. Ástríði Pálsdóttur, dr. Birki Þór Bragasyni og Ásbjörgu Ósk Snorradóttur doktorsnema við læknadeild. Samstarf er við vísindamenn í Englandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Arfgeng heilablæðing er alíslenskur sjúkdómur sem nú finnst í 5 ættum á landinu. Í flestum þekktum ættum er stökkbreytta genið útdautt. Margir arfbera hafa gefið lífssýni og rannsóknir standa yfir á frumum sem ræktaðar eru úr húðsýnum. Einnig eru vefjaskemmdir rannsakaðar í heilasýnum. Samsvörun finnst milli genavirkni í húðfrumunum og próteina í heilaæðum sem bendir til að húðfrumurnar séu gott líkan fyrir sjúkdóminn.


Markmið rannsóknanna er að finna meðferðarúrræði fyrir arfbera.

Á myndinni eru frá vinstri: Ásbjörg Ósk Snorradóttir doktorsnemi, dr. Birkir Þór Bragason, dr. Ástríður Pálsdóttir, María Ósk með dóttur sína, Alexöndru Mist í fanginu, Aðalheiður Ásdís V. og Kolfinna Björk Guðmundsdóttir, frænka Maríu.