Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sofnaði í Jordan skónum
Sunnudagur 22. desember 2013 kl. 10:16

Sofnaði í Jordan skónum

Jólaspjall VF

Njarðvíkingurinn Þorsteinn Ingimarsson segist ekki hafa tölu á þeim fjölda gjafa sem hann gefur um jólin. Hann man þó sjálfur sérstaklega eftir einni gjöf úr æsku, en þá fékk hann vinsæla körfuboltaskó í jólagjöf sem hittu beint í mark.

Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég sá að jólasveinninn var með alveg eins úr og hring eins og pabbi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Að fara í jólaboð, hlusta á kirkjubjöllunar klukkan sex á aðfangadag það má ekki klikka, borða yfir mig af góðum mat þangað til ég verð að hneppa frá það er svona það helsta, síðan bara að hafa það notalegt yfir jólin.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Nei ég fer alltaf í mat til foreldra minna yfir jólin þannig að mamma á allan heiðurinn af því að vera dugleg í eldhúsinu.

Jólamyndin?
The polar express

Jólatónlistin?
Gömlu góðu íslensku jólalögin kveikja alltaf aðeins í manni.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Vildi að ég gæti sagt í Keflavík, en allavegana á Íslandi.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Allavega það margar að ég hef ekki tölu á því.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Þegar ég var 10 ára þá fékk ég Jordan körfuboltaskó í jólagjöf, en það var aðal sportið í þá daga! Ég var svo ánægður með þá að ég sofnaði í þeim.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegustu jólin?
Svo sem ekkert sem stendur uppúr, en ætli það hafi ekki verið þegar við vorum nýlega flutt á Gónhólinn og það voru nánast enginn húsgögn en það var samt jólatré í stofunni.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Bara einhvað ógeðslega flott.