Snúrutónleikar í Sandgerði síðdegis
Tónleikarnir Snúran verða haldnir síðdegis í dag á tjaldstæðinu í Sandgerði.
„Sumarið er ekki búið. Eftir svona blítt og gott sumar ætla Hobbitarnir og iStay að skella pylsum á grillið (á meðan birgðir endast) og spila ljúfa tóna á tjaldstæðinu í Sandgerði,“ segir í tilkynningu frá Hobbitunum.
Gestir eru hvattir til að mæta með tjaldstólana og góða skapið en tónleikarnir hefjast kl. 17:30 á tjaldstæðinu í Sandgerði.
Frá Snúrunni 2015.