Snúrutónleikar ákveðnir með 36 tíma fyrirvara
- vænta tónleika nálægt næstu mánaðamótum
Snúran 2016 verður í sumar á tjaldstæðinu í Sandgerði. Snúran er skynditónleikar sem verða ákveðnir með 36 klukkustunda fyrirvara með tilliti til veðurs. Ólafur Þór Ólafsson sagði í samtali við Víkurfréttir að vænta megi tónleika nærri næstu mánaðamótum.
Það voru Hobbitarnir Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson sem stofnuðu viðburð á fésbókinni síðasta sumar þar sem boðið var til tónleika á tjaldstæðinu í Sandgerði í samstarfi við iStay, sem rekur tjaldstæðið. iStay bauð svo upp á grillaðar pylsur og gosdrykki en Hobbitarnir buðu upp á flotta útitónleika sem fjölmargir nutu í veðurblíðunni.