Snorri söng í Bláa Lóninu
Idolstjarnan Snorri Snorrason tók nokkur létt lög fyrir baðgesti Bláa Lónsins – heilsulindar um páskana en fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var yfir páskana í Bláa Lóninu.
Á annan í páskum bauð Bláa Lónið upp á gönguferð í samvinnu við Leiðsögumenn Reykjaness og tóku hátt í 70 manns þátt í gönguferðinni. Að lokinni gönguferð skelltu sumir göngugarparnir sér í Bláa Lónið og tóku þar þátt í vatnsleikfimi undir stjórn Birnu Guðmundsdóttur íþróttakennara.
Myndir/ Bláa Lónið