Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 17:26
Snillingar á hlaupahjólum
Þessir hressu krakkar voru að leika listir sínar á hlaupahjólum þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið framhjá Heiðarskóla í dag.
Þau sýndu mikil tilþrif þar sem þau svifu upp og niður á brautinni en sögðust samt ekki koma þangað mjög oft.