Snillingar á Duus á fimmtudagskvöld
Tríóið Guitar Islancio leikur á tónleikum á Kaffi Duus í Keflavík fimmtudaginn 13.desember nk. kl. 21.00 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Bandið skipa þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðarson gítarleikari, og Jón Rafnsson kontrabassaleikari.
„Við höfum leikið saman frá haustinu 1998 og haldið fjölda tónleika, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við höfum gefið út þrjá geisladiska sem innihalda íslensk þjóðlög í léttdjössuðum útsetningum og hafa þeir fengið afar góðar viðtökur. Sá nýjasti, Guitar Islancio III, kom út í síðustu viku en á honum er íslenska tónlist í léttdjössuðum útsetningum líkt og á fyrri diskum. Meginuppistaðan er íslensk þjóðlög sem hafa sungið sig inn í íslensku þjóðarsálina í gegnum árin t.a.m. Á Sprengisandi, Ó mín flaskan fríða og Þorraþræll“, segir Jón Rafnsson þegar hann er beðinn um að fara út í sögu tríósins í stuttu máli.
Tríóið hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn, m.a. í Skandinavíu; - Danmörku, Noregi og Svíþjóð, í Kanada, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Spáni og Englandi og fjölmargir þekktir tónlistarmenn hafa leikið með tríóinu frá því það var stofnað, m.a. franski fiðluleikarinn Didier Lockwood, landi hans Sylvain Luc gítarleikari, danski klarinettuleikarinn Jørgen Svare og kanadíski trompetleikarinn Richard Gillis. Guitar Islancio varð þess heiðurs aðnjótandi að verða útnefnt tónlistarhópur Reykjavíkur árin 2000 og 2001.
Á tónleikunum á Kaffi Duus munu þeir félagar leika efni af nýútkomunum diski sínum, Guitar Islancio III, en munu einnig að sjálfsögðu leika lög af fyrri diskum sínum.
„Við höfum leikið saman frá haustinu 1998 og haldið fjölda tónleika, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við höfum gefið út þrjá geisladiska sem innihalda íslensk þjóðlög í léttdjössuðum útsetningum og hafa þeir fengið afar góðar viðtökur. Sá nýjasti, Guitar Islancio III, kom út í síðustu viku en á honum er íslenska tónlist í léttdjössuðum útsetningum líkt og á fyrri diskum. Meginuppistaðan er íslensk þjóðlög sem hafa sungið sig inn í íslensku þjóðarsálina í gegnum árin t.a.m. Á Sprengisandi, Ó mín flaskan fríða og Þorraþræll“, segir Jón Rafnsson þegar hann er beðinn um að fara út í sögu tríósins í stuttu máli.
Tríóið hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn, m.a. í Skandinavíu; - Danmörku, Noregi og Svíþjóð, í Kanada, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Spáni og Englandi og fjölmargir þekktir tónlistarmenn hafa leikið með tríóinu frá því það var stofnað, m.a. franski fiðluleikarinn Didier Lockwood, landi hans Sylvain Luc gítarleikari, danski klarinettuleikarinn Jørgen Svare og kanadíski trompetleikarinn Richard Gillis. Guitar Islancio varð þess heiðurs aðnjótandi að verða útnefnt tónlistarhópur Reykjavíkur árin 2000 og 2001.
Á tónleikunum á Kaffi Duus munu þeir félagar leika efni af nýútkomunum diski sínum, Guitar Islancio III, en munu einnig að sjálfsögðu leika lög af fyrri diskum sínum.