Snappið tekur 70% af batteríinu
- Fimm snjöll - Eiður Snær Unnarsson
Hinn 19 ára gamli Keflvíkingur Eiður Snær Unnarsson er duglegur að nota snjallsímann líkt og svo margir á hans aldri. Hann notar símann mikið til þess að hafa samskipti við vini sína og til þess að hlusta á tónlist eða pósta myndum. Eiður er Keflvíkingur í húð og hár en hann stundar nám við Verslunarskólann. Hann vinnur hjá Joe & Juice í sumar og með skóla.
Snapchat
Snapchat er það app sem ég nota langmest, 70% af batteríinu mínu fer í það að nota snap. Ég nota það bæði til þess að taka myndir af því sem ég er að gera og af því sem er að gerast í lífi mínu og svo líka til þess að spjalla við vinina heyra í þeim, hvort það sé eitthvað að gerast um kvöldið, snilldar app sem held ég flestir séu nú þegar með.
VSCO
VSCO er app sem ég nota til að pósta myndum á, það virkar mjög svipað og instagram. Maður setur myndir inn á netið fyrir fólk að sjá, nema enginn getur „like-að“ og þú sérð ekki hversu margir eru að „followa“ þig. Það er víst orðið „lykil“ atriði í unglingasamfélaginu nú til dags og gott að komast smá út úr því. Nota appið einnig til að þess að breyta myndunum mínum sem ég er með í símanum.
Spotify
Það er appið sem er notað daglega hjá mér. Nota það reyndar líka í tölvunni mjög mikið og í vinnunni, nota það alltaf þegar ég er að keyra, hlusta voða litið á útvarpið. Ég tengi frekar símann og er með mína eigin tónlist. Þetta app er sem sagt tónlistar app sem hefur aðgang að megninu af öllum lögum heimsins.
Messenger
Er einnig app sem kemur sterkt inn hjá mér. Messenger er í raun bara Facebook „chattið.“ Ég ræði við mjög mikið af fólki þar, bæði fyrir vinnuna og vini.
Notes
Skemmtilegt app sem ég nota furðulega mikið, skrái næstum allar upplýsingarnar sem ég þarf að muna þangað, kiki svo alltaf annað slagið þarna inn og geri svo hlutina sem ég var búinn að skrá niður.