Smíðuðu kassabíla og gröfu fyrir leikskólabörnin
FS-ingar komu færandi hendi á Tjarnarsel
Nemendur úr Smíðasmiðjunni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, ásamt kennara sínum honum Gunnari Valdimarssyni, komu færandi hendi í leikskólann Tjarnarsel nú fyrir skömmu. Þar afhentu nemendur fjóra kassabíla, tvö hlaupahjól og eina sandkassagröfu sem þeir höfðu sjálfir smíðað. Var þeim tekið fagnandi af börnum og kennurum sem voru afar þakklát fyrir þessar góðu gjafir sem voru þegar teknar í notkun.