Smíðuðu gröfur eftir fyrirmynd
- gáfu leikskólanum Tjarnarseli.
Góða gesti bar nýverið að garði á leikskólann Tjarnarsel þegar sjö nemendur úr smíðasmiðju Fjölbrautaskóla Suðurnesja komu ásamt tveimur kennurum sínum og færðu leikskólanum að gjöf tvær sandgröfur. Þau höfðu smíðað gröfurnar eftir fyrirmynd gamallar gröfu sem leikskólinn á.
Einnig höfðu þau gert gömlu gröfuna upp og mátti ekki á milli sjá hver sú gamla væri. Leikskólastjóri veitti gröfunum viðtöku og prófaði þær ásamt gestunum og var þeim síðan boðið á kaffistofuna í mjólk og skúffuköku og ánægjulegt spjall.