Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 28. júní 2002 kl. 09:37

Smíðavellir vekja mikla lukku

Á malarvellinum við Hringbraut í Keflavík hefur risið kofabyggð á mjög stuttum tíma. Það eru skátarnir sem sjá um kofana fyrir Reykjanesbæ ásamt krökkum úr bæjarfélaginu sem fá að leika sér að því að smíða. Byggðin kallast „Smíðavellir“ og eru krakkarnir sem byggja kofana á aldrinum 7-13 ára. Smíðavellir tóku til starfa 24. júní sl. og eru kofarnir komnir vel á veg en þegar krakkarnir hafa lokið við að smíða þá munu þeir verða málaðir og gerðir ægilega flottir.

Ekki verður bara smíðað og málað kofa því krakkarnir fá að fara í ratleik eða annað slíkt þegar „glæsihýsin“ eru búin. Síðustu vikuna verður svo farið í dagsferð þar sem krakkarnir fá pylsur og annað góðgæti. Smíðavellir eru opnir frá 13.00 - 16.00 fjóra daga vikunnar og standa til 26. júlí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024