Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smíðavellir opna á gamla malarvellinum í Keflavík
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 23:42

Smíðavellir opna á gamla malarvellinum í Keflavík

Í ár mun skátafélagið Heiðabúar í samstarfi við Reykjanesbæ starfrækja smíðavelli. Smíðavöllurinn verður líkt og undanfarin ár staðsettur á malarvellinum við Hringbraut í Keflavík. Smíðavellirnir verða starfræktir frá 27. júní til 27. júlí eða samtals í 5 vikur, smíðavellirnir eru opnir frá mánudegi til fimmtudags milli 13:00 og 16:00.

Auk þess að smíða og mála kofa verður ýmislegt brallað á smíðavöllunum, meðal annars verður skemmtilegur ratleikur auk þess sem að veglegt lokahóf verður haldið á síðasta degi smíðavallana.


Smíðavellir hafa verið vinsælir undanfarin ár og er því um að gera fyrir flesta að mæta snemma og skrá sig á skráningardaginn sem verður föstudaginn 24. júní næstkomandi. Skráning verður í skátahúsinu Hringbraut 101 milli 16:00 og 19:00, einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] eða með því að hringja í síma 8604470.

Gjaldið á smíðavellina er 3000 krónur og greiða systkini aðeins 3700 krónur.
 
Skátakveðja
Heiðabúar - www.heidabuar.tk

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024